Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjallaraíbúð mikið skemmd eftir vatnsleka
Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 23:45

Kjallaraíbúð mikið skemmd eftir vatnsleka

Miklar skemmdir urðu á gólfi kjallaraíbúðar við Sjávargötu í Njarðvík í kvöld þegar vatnslögn fór í sundur og flæddi inn í íbúðina. Dælubíll frá Brunavörnum Suðurnesja var kallaður út til að dæla vatninu, en það náði allt í ökklahæð.

Atvikið vildi til þegar verið var að grafa eftir skólplögn í nágrenninu en vatnið gusaðist óhindrað yfir næstu lóð og inn um glugga. Ekki náðist að stöðva vatnsflæðið fyrr en eftir klukkustund þar sem lokinn til að skrúfa fyrir rennslið var kominn undir malbik og þurfti því að bjarga hlutunum með öðrum aðferðum.

Eigandi hússins var ekki sáttur við aðstæðurnar sem hann sagði lýsandi fyrir skeytingarleysi bæjaryfirvalda gagnvart hverfinu. Engin gögn eru til staðar þar sem lega lagnanna er skýrð og varð þessi óvissa til þess að nú þarf að skipta um öll gólfefni í nýstandsettri íbúðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024