KIWANISKLÚBBURINN KEILIR GEFUR GJAFIR
Nýja margmiðlunartölvan nýtist vel í vefsíðugerðinaKiwanisklúbburinn Keilir færði Sigurði Guðmundssyni, 16 ára dreng í Njarðvíkunum, Fujitsu margmiðlunartölvu og prentara s.l. mánudagskvöld. Klúbburinn gaf Sigga tölvu fyrir tveimur árum síðan en það var kominn tími til að endurnýja græjurnar. Siggi sagðist vera mjög ánægður með gjöfina og að hún ætti eftir að nýtast honum vel í framtíðinni við nám og störf en Siggi rekur Atom, vefsmiðju ásamt félaga sínum Halldóri Vilberg (www. atom.is).Kiwanismenn eru um þessar mundir með jólatréssölu sem er þeirra helsta fjáröflun.