Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti Friðriki fartölvu
Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti í dag Friðriki Guðmundssyni Dell fartölvu og tösku að gjöf. Tölvan kemur sérstaklega vel að notum þar sem Friðrik ætlar sér að hefja nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja næstkomandi haust.
Bræðurnir Sigurður og Friðrik hafa verið skjólstæðingar Keilis í gegnum árin en sá fyrrnefndi hefur fengið nokkrar tölvur að gjöf frá Kiwanisklúbbnum. Nú var því komið að því að styrkja yngri bróðurinn.
Næsta mál á dagskrá samkvæmt þeim Ragnari Erni Péturssyni og Erlingi Hannessyni Kiwanismönnum verður að endurnýja húsgögn í eldhúsinu.
Bræðurnir Sigurður og Friðrik hafa verið skjólstæðingar Keilis í gegnum árin en sá fyrrnefndi hefur fengið nokkrar tölvur að gjöf frá Kiwanisklúbbnum. Nú var því komið að því að styrkja yngri bróðurinn.
Næsta mál á dagskrá samkvæmt þeim Ragnari Erni Péturssyni og Erlingi Hannessyni Kiwanismönnum verður að endurnýja húsgögn í eldhúsinu.