Kiwanisklúbburinn Hof 30 ára
Kiwanisklúbburinn Hof í Garði hélt upp á 30 ára afmæli sitt um helgina og við það tilefni voru tveir stofnfélagar klúbbsins heiðraðir sérstaklega en það voru þeir Ingimundur Guðnason og Jón Hjálmarsson. Afmælið var haldið í Kiwanishúsinu í Garði sem er til húsa að Heiðartúni 4.
Margt var um manninn í veislunni þar sem boðið var upp á kaffi og með því. Kiwanisklúbburinn Hof í samvinnu við önnur félagasamtök bættu aðstöðu fyrir fjölfatlaðan dreng í Garði í tilefni afmælisins. Einnig lögðu þau fé til tækjakaupa í æskulýðsstöðinni og studdu skátastarf.
Margt var um manninn í veislunni þar sem boðið var upp á kaffi og með því. Kiwanisklúbburinn Hof í samvinnu við önnur félagasamtök bættu aðstöðu fyrir fjölfatlaðan dreng í Garði í tilefni afmælisins. Einnig lögðu þau fé til tækjakaupa í æskulýðsstöðinni og studdu skátastarf.