Kisur rata í ógöngur
Kettir á Suðurnesjum virðast vera að bregða undir sig betri fætinum þessa dagana og fara í ferðalög sem þeir rata ekki úr til baka. Reglulega birtast hér á vef Víkurfrétta tilkynningar um týndar kisur og oftar en ekki eru að birtast fréttir af kisum sem ekki rata heim. Meðfylgjandi eru tilkynningar um tvo ketti sem hafa fundist og leita réttra eigenda.
Kolsvartur kettlingur ratar ekki heim
Kolsvartur kettlingur virðist hafa ratað í vandræði í Grófinni í Keflavík. Kettlingurinn, sem er fress, hefur verið vælandi fyrir utan dyrnar hjá Hópferðum Sævars í Grófinni 17 og virðist ekki rata heim. Kettlingurinn hefur fengið húsaskjól þar. Þeir sem kannast við kettlinginn geta haft samband í síma 840 1544 eða 421 4444.
Svört og hvít læða í óskilum
Svört og hvít læða settist óvænt að hjá tveimur öðrum kisum í Dalshverfinu í Innri Njarðvík fyrir um hálfum mánuði og sýnir ekkert fararsnið. Læðan er 6-8 mánaða gömul. Þeir sem kannast við þennan kött geta haft samband í síma 696 8966.