Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Kisufrétt: Heimilisketti bjargað frá háska eftir eldsvoða í Njarðvík
    Þegar slökkviliðsmenn unnu að reykræstingu á íbúðinni komu þeir auga á heimilisköttinn sem var enn inni í reykmettaðri íbúðinni.
  • Kisufrétt: Heimilisketti bjargað frá háska eftir eldsvoða í Njarðvík
    Kisa var frelsinu og ferska loftinu fegin. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Laugardagur 30. apríl 2016 kl. 09:00

Kisufrétt: Heimilisketti bjargað frá háska eftir eldsvoða í Njarðvík

Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja bjargaði heimilisketti út úr íbúð sem fylltist af reyk þegar eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi í vikunni. Slökkvilið og lögregla voru kölluð til eftir að tilkynnt hafði verið um brunann en þurrkarinn stóð í ljósum logum þegar að var komið.

Fljótlega tókst að slökkva eldinn sem var einangraður við þurrkarann. Þegar slökkviliðsmenn unnu að reykræstingu á íbúðinni komu þeir auga á heimilisköttinn sem var enn inni í reykmettaðri íbúðinni. Það kom því í hlut slökkviliðsins að bjarga kisu út úr íbúðinni og í ferskt loft.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar komið var með kisuna út úr íbúðinni og henni var sleppt út í frelsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024