Kiss the jazz á Zetunni
				
				Hljómsveitin Kiss the jazz spilar á Zetunni að Hafnargötu laugardaginn 15. febrúar. Hljómsveitin er skipuð fimm Keflvíkingum, þeim Gunnari Inga Guðmundssyni á bassa, Gylfa Gunnari Gylfasyni á gítar, Helga Má Hannessyni á hljómborð, Jóni Marínó Sigurðssyni söng og Þorvaldi Halldórssyni á trommur. Búast má við mikilli stemningu á Zetunni enda eru allir þessir kappar frábærir tónlistarmenn og ættu aðdáendur góðrar djazztónlistar ekki að láta þetta framhjá sér fara.Kiss the jazz fá til liðs við sig tvo gestaleikara á laugardagskvöldið en það eru Margeir Hafsteinsson trompetleikari og Valdimar Guðmundsson básúnuleikari.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				