Kísilverksmiðja rís hratt í Helguvík
– skip með búnað fyrir verksmiðjuna til hafnar í morgun
Verksmiðja United Silicon í Helguvík rís hratt þessa dagana. Einn af ofnum kísilversins hefur verið settur saman á lóð United Silicon. Talsvert hefur verið steypt af undirstöðum verksmiðjuhússins og nú eru starfsmenn ÍAV byrjaðir að reisa stálgrind verksmiðjunnar.
Í morgun kom skip til hafnar í Helguvík með mikið af búnaði fyrir kísilverksmiðjuna. Verður búnaðinum skipað upp í dag og á morgun en um borð í skipinu eru mörg stór stykki eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Þetta stóra síló var m.a. um borð í skipinu sem kom til Helguvíkur í morgun.