Kísilverksmiðja loks í gang – samningar undirritaðir kl.13 í Reykjanesbæ
„Þetta er merkisdagur og ánægjuefni og vonandi bara fyrsta verkefnið af fleirum sem fer loks í gang“, sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri en kl. 13 verða samningar um kísilverksmiðju í Helguvík undirritaðir.
Ráðherrar, fulltrúar orkufyrirtækjanna og bandaríska eiganda verksmiðjunnar verða viðstaddir undirritunina. Undirritaðir verða fjárfestingasamningar og orkusamningar. Þá verður kynntur til sögunnar nýr aðaleigandi Íslenska kísilfélagsins.
Nánar á vf.is í dag.
Mynd tekin við undirskrift samninganna í dag í Duus húsum.