Kisan komin til eiganda síns
Kisan sem var búin að hreiðra um sig í Kölku hefur komist til eiganda síns með alla kettlingana sína. Að sögn eiganda fór kisa að heiman í kringum áramótin og hefur hennar verið leitað síðan.
„Ég var búin að gefa upp alla von,“ sagði Díana, eigandi kisunnar. „Ekki veit ég hvernig hún komst þangað því við erum búsett í Garði og er þetta ansi langt ferðalag fyrir greyið,“ bætti hún við og er hæst ánægð að vera komin með þau heim.
Litlu kettlingarnir voru heldur betur sáttir að komast í heimahús því ekki var gámurinn að ylja þeim.