Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kirkjumálaráðherra að Útskálum
Fimmtudagur 26. september 2002 kl. 08:39

Kirkjumálaráðherra að Útskálum

Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra, fór heim að Útskálum í Garði í gær í ferð sinni um Suðurnes. Áður hafði hún heimsótt kapellu slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og tekið hús á Jóni Eysteinssyni sýslumanni í Keflavík og heimsótt lögreglustöðina.Í Garðinum kynnti ráðherra sér málefni prestsetursins að Útskálum, en húsið er mjög illa farið og hafa allir innviðir þess verið rifnir þannig að lítið stendur eftir nema útveggirnir. Þá skoðaði Sólveig Útskálakirkju, sem jafnframt þarfnast mikils viðhalds en Útskálakirkja er komin til ára sinna, farin að gliðna og er ekki vindheld.
Í kirkjunni skoðaði Sólveig elsta kirkjumuninn, forláta koparkönnu frá árinu 1739.

Myndin: Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra skoðar elsta muninn úr Útskálakrikju, forláta könnu úr kopar frá árinu 1739. Með henni á myndinni eru Kristján Pálsson alþingismáður og séra Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024