Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki“
Föstudagur 14. ágúst 2009 kl. 10:38

„Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki“

– segir sóttvarnaráð HSS vegna svínaflensu

Sóttvarnaráð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur birt upplýsingar um einkenni, smitleiðir og meðferð. Sýkingar af völdum nýrrar inflúensu A(H1N1)v veiru.

Gera má ráð fyrir að það komi til heimsfaraldrar, en það er afar fátt sem bendir til þess nú að um óeðlilega mörg dauðsföll verði að ræða á Vesturlöndum. Lyf virka og eru til í landinu. Meðgöngutími er 1-2 dagar og menn eru smitandi í ca. sólarhring áður en þeir veikjast. Ef engra veikinda hefur orðið vart 7-10 dögum frá mögulegu smiti þá má gera ráð fyrir að ekki sé um smit að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ef grunur um smit:

Forðast fjölmenni
Halda metersfjarlægð frá næsta manni, ef unnt er, ekki síst ef hann er hóstandi
Hafa einnota þurrkur á sér, hósta í þær og snýta og fleygja í rusl
Þvo sér rækilega um hendur oft og helst eftir hverja þurrkunotkun
Nota handspritt
Vera heima ef þú ert lasin(n) - það er ekki hetjuskapur að fara veikur í vinnuna, það er heimska! Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki!


Helstu einkenni:
hár hiti
öndunarfæraeinkenni
beinverkir
hrollur
Höfuðverkur
Uppköst/niðurgangur

Hafa má símsamband við heilsugæslu ef með þarf (422-0600 alla daga frá 08-20) .
Forðast að koma á heilsugæslu nema þú sért alvarlega veikur og þá eftir símtal. Miðað er við að sinna fólki sem mest í heimahúsum.



Takið eftir

Fólk með inflúensueinkenni og þeir sem hafa verið í samskiptum við fólk með inflúensueinkenni og hafa áhyggjur af því

1. Vinsamlegast ekki koma inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja án samráðs við símaráðgjöf eða fagfólk innanhúss
2. Hringið í síma: 422-0600 eða 422-0500
3. Bíðið í bíl eftir afgreiðslu
4. Ekki koma í heimsókn á deildir án samráðs við hjúkrunarfræðinga/ljósmæður

Þetta er gert til þess að takmarka útbreiðslu smits

Með von um góða samvinnu.


Bestu þakkir,
Sóttvarnaráð Heilbrigðistofnunar Suðurnesja.