KIRKJUDAGUR Í GARÐINUM
Hinn árlegi kirkjudagur Kvenfélagsins Gefnar í Garði verður þann 28. nóvember n.k. Guðþjónusta verður í Útskálakirkju kl. 14 og lesa kvenfélagskonur ritningalestra og taka virkan þátt í messugjörðinni. Hinn margrómaði jólabasar verður í Sæborgu kl. 15 og margt góðra muna á vægu verði. Með kærri jólakveðju! Vonandi sjáum við sem flesta Suðurnesjabúa.