Kirkja til sölu á Suðurnesjum
Kapella ljóssins, kirkjubygging sem þjónaði varnarliðinu á sínum tíma og síðan sem skólabygging hjá Keili á Ásbrú, er til sölu ásamt nokkrum öðrum fasteignum sem Þjóðkirkjan á hér á Suðurnesjum.
Nokkrar fasteignir í eigu kirkjunnar verða settar á sölu til að mæta niðurskurði á framlögum til Þjóðkirkjunnar. Þetta eru auk Kapellu ljóssins að Keilisbraut 775, prestbústaðir að Skagabraut 30 í Garði og Ránargötu 1 í Grindavík. Þá eru tvær raðhúsaíbúðir við Breiðbraut 672 í Reykjanesbæ til sölu.