Kippur í nýbyggingum?
Fréttir herma að farið sé að hægjast um á byggingamarkaði en ekki aldeilis í Reykjanesbæ, eins og þetta skilti ber með sér. Hér er þó ekki allt sem sýnist því einhver hefur tekið sig til og bætt tölunni einum fyrir framan töluna 820. Annað hvort upp á grínið eða til að gefa til kynna að hátt í eitt þúsund íbúðir eru nú mannlausar á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór. Fullyrt hefur verið að þær íbúðir fari ekki á almennan markað.