Kínaskipin komin heim
Vertíðarbátarnir níu sem verið hafa í smíðum fyrir íslenskar útgerðir í Dalien í Kína komu til landsins í morgun er flutningaskipið Wiebke lagðist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir þessara báta eru smíðaðir fyrir aðila á Suðurnesjum, þ.e. Ólafur GK fyrir Fiskanes og Eyvindur KE fyrir Fiskval.
Bátarnir eru hannaðir af SkipaSýn ehf. og eru þeir rúmlega 21 metri á lengd og 6,40 metrar á breidd. Skipin, sem eru rúmar 100 brúttórúmlestir að stærð og kostnaður við smíði hvers skips nemur rúmum 100 milljónum króna en eftir á að setja vindubúnað og ýmsan öryggisbúnað í þau. Því líður einhver tími þar til þau komast á veiðar.
Bátarnir eru hannaðir af SkipaSýn ehf. og eru þeir rúmlega 21 metri á lengd og 6,40 metrar á breidd. Skipin, sem eru rúmar 100 brúttórúmlestir að stærð og kostnaður við smíði hvers skips nemur rúmum 100 milljónum króna en eftir á að setja vindubúnað og ýmsan öryggisbúnað í þau. Því líður einhver tími þar til þau komast á veiðar.