Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kiddi í Hjálmum og Kristín í Kóda eru fólk ársins 2005 á Suðurnesjum
Fimmtudagur 19. janúar 2006 kl. 11:05

Kiddi í Hjálmum og Kristín í Kóda eru fólk ársins 2005 á Suðurnesjum

Mæðginin Guðmundur Kristinn Jónsson, tónlistarmaður, og Krístin Kristjánsdóttir, kaupmaður í Kóda, hafa, hvort á sínu sviði, unnið mikið og gott starf Suðurnesjum til framdráttar og kynningar á síðustu árum. Guðmundur Kristinn, eða Kiddi, er í forsvari tveggja vinsælustu hljómsveita á Íslandi og er auk þess meðeigandi í Upptökuheimili Geimsteins þar sem margt ungt og efnilegt tónlistarfólk hefur tekið sín fyrstu spor í gegnum árin. Kristín hefur hins vegar rekið verslunina Kóda, í samstarfi við aðra, í 20 ár og hefur auk þess verið einn af öflugustu talsmönnum verslunar- og þjónustuaðila á Suðurnesjum. Þá er enn ógetið áralangs sjálfboðastarfs hennar í þágu íþrótta og æskulýðsmála, en hún hefur unnið fyrir barna- og unglingadeild körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um áraraðir.
Guðmundur Kristinn og Kristín eru fólk ársins 2005 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta.

Viðtöl við þau mæðgin má lesa hér á vef Víkurfrétta síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024