Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. maí 2002 kl. 10:13

KFM 107 og Byrgið gegn eitri í æð

Í tilefni mikillar umræðu að undanförnu um aukna eiturlyfjaneyslu og þeim hörmulegu afleiðingum sem hún hefur í för með sér og þeim furðulegu hugmyndum sem upp hafa komið um hvernig bregðast skuli við henni sbr. að lögleiða dóp og setja upp sprautuþjónustu fyrir sprautufíkla, hefur útvarpsstöðin KFM á fm 107 og Byrgið ákveðið að hefja mikið átak undir slagorðinu “GEGN EITRI Í ÆÐ.”Við erum eina útvarpsstöðin á landinu ef ekki í heiminum sem hefur markað sér þá stefnu að vera forvarnarútvarp sem hvetur fólk til umhugsunar og varar við neyslu áfengis og eiturlyfja. Útvarpsstöðin höfðar í tónlist aðallega til ungs fólks á aldrinum 14 ára til þrítugs. Inn á milli laga er skotið stuttum stefum sem mörg eru mjög sláandi sbr. “Vissir þú að dópið drepur” eða “Það er stutt á milli lífs og dauða.” eða “Vissir þú að svín drekka ekki vín, því gerir þú það?” eða “Er eiturslanga í hausnum á þér?” eða “Ég skal segja þér eitt, gott efni er ekki til.”
Einnig eru fluttar reynslusögur sem starfsfólk Byrgisins hefur lent í á götum borgarinnar við störf sín. Markmið okkar er að vekja almenning til umhugsunar um þá vá sem áfengis-og eiturlyfjaneysla er og hvað hægt sé að gera til að losna undan henni. Fyrirtæki styðja átakið með styrktarauglýsingum eins og “ SAMHENTIR styðja BYRGIÐ og KFM í átakinu GEGN EITRI Í ÆÐ.”
KFM sendir út frá höfuðstöðvum sínum í Rockville til höfuðborgarsvæðisins á fm 107.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024