KFC opnar í Reykjanesbæ á morgun
Margir Suðurnesjamenn hafa beðið spenntir eftir því að kjúklingastaðurinn KFC opni. Nú er biðin á enda og mun KFC opna í Reykjanesbæ á morgun. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan síðasta sumar og þurfa kjúklingasvangir Suðurnesjamenn nú ekki að leita langt yfir skammt að vinsælasta kjúklingi veraldar.