Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keyrði undir áhrifum kannabisefna
Mánudagur 13. október 2014 kl. 11:40

Keyrði undir áhrifum kannabisefna

Mikil kannabislykt gaus upp þegar ökumaður, sem lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu stöðvað um helgina, opnaði bifreið sína. Sjálfur bar ökumaðurinn glögg merki fíkniefnaneyslu og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Við öryggisleit á honum fundust fíkniefni í buxnavasa hans og sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt kannabisefna.

Annar ökumaður var einnig handtekinn eftir að sýnatökur höfðu leitt í ljós að hann hafði neytt kannabis. Loks voru sex ökumenn kærðir fyrir önnur brot á umferðarlögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024