Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keyrði á tækjabílinn á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 31. janúar 2006 kl. 10:13

Keyrði á tækjabílinn á Reykjanesbraut

Óvenjumargir árekstrar urðu á stuttum kafla á Reykjanesbraut upp úr kl. 7 í morgun.

Alls skemmdust sex bílar, þar af tækjabíll Brunavarna Suðurnesja sem kominn var á vettvang til að losa ökumann úr öðrum bíl.

Tveir ökumenn voru fluttir á HSS en reyndust ekki alvarlega meiddir. Mikil hálka var á kaflanum og lítið skyggni og var honum lokað um stundarsakir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024