Keyra frá Sandgerði og Keflavík í Garðyrkjuskólann á hverjum degi
Tveir nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi keyra á hverjum degi frá Sandgerði og Keflavík til að stunda sitt nám við skólann. Þetta eru þau Ásdís Vilborg Pálsdóttir, nemandi á blómaskreytingabraut, sem býr í Sandgerði og Einar Friðrik Brynjarsson, nemandi á skrúðgarðyrkjubraut, sem býr í Keflavík. Þau keyra þó ekki saman í skólann, eru í sitthvorum bílahópnum enda fer Ásdís stundum að vinna á verknámsstaðnum sínum, Ný blóm í Kópavogi eftir skóla. Bæði leggja þau af stað um kl. 07:30 frá heimilum sínum og eru þá komin um kl. 08:45 í skólann. Þetta eru um 90 kílómetrar hjá Ásdísi og um 80 hjá Einari. Þau segja bæði að þetta sé ekkert mál, það sé bara gaman að keyra þessa leið og þau nota þá tíman til að hlusta á góða tónlist eða það helsta, sem er að gerast á útvarpsstöðvunum.
Myndin: Suðurnesjamennirnir, Ásdís Vilborg og Einar Friðrik, sem keyra alla virka daga frá Sangerði og Keflavík í Garðyrkjuskólann. Hér eru þau við bíl Ásdísar í Garðyrkjuskólanum.
Myndin: Suðurnesjamennirnir, Ásdís Vilborg og Einar Friðrik, sem keyra alla virka daga frá Sangerði og Keflavík í Garðyrkjuskólann. Hér eru þau við bíl Ásdísar í Garðyrkjuskólanum.