Keyptu tækjabúnað fyrir leikfélag Gerðaskóla
Öflugt leiklistarstarf er rekið í Gerðaskóla í Garði. Síðasta vor settu nemendur upp leiksýninguna Rocky Horror Show og var aðsókn mjög góð. Aðgangseyrir var svo nýttur til mikilvægra tækjakaupa.
Nemendur í Gerðaskóla þakka bæjarbúum sem komu á leiksýninguna Rocky Horror í vor.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur með þau tæki sem keypt voru eftir síðustu sýningu.