Keyptu fölsuð skilríki á 700 evrur
Tveir einstaklingar voru teknir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Um var að ræða breytifölsuð ítölsk kennivottorð. Mennirnir, sem ferðuðust saman, kváðust hafa keypt skilríkin á 700 evrur hvort stykki.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þá og voru þeir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Málin eru komin í hefðbundið ferli.