Keypti fölsuð skilríki í Svíþjóð
Átta einstaklingar hafa verið staðnir að því að framvísa fölsuðum skilríkjum Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum dögum og sá níundi framvísaði vegabréfi sem var í eigu annars manns. Af þessum átta var á ferðinni þriggja manna fjölskylda sem framvísaði síðan réttum skilríkjum þegar lögregla ræddi við hana.
Þessi eini sem ferðaðist á skilríkjum annars manns kvaðst hafa keypt þau í Svíþjóð.