Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:29

KETKRÓKUR Í HAGKAUPI

Kétkrókur var snemma á ferð í ár því það sást til hans í Hagkaup á þriðjudagskveldið þar sem hann gerði heiðarlega tilraun til að næla sér í lambalæri. Hann stakk líka inná sig heilum konfektkassa og gekk af stað út úr versluninni með góssið innanklæða. Árvökulir starfsmenn stöðvuðu Ketkrók þegar hann var á leið út úr versluninni. Lögreglan kom á vettvang og handtók jóla en hann hafði gleymt að fara í jólasveinafötin sín. Óeinkennisklæddir jólasveinar mega nefnilega ekki ná sér í lambalæri í Hagkaup án þess að borga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024