Kerra hafnaði á öryggisgirðingu
Stór kerra losnaði aftur úr pallbíl á Njarðarbraut skömmu fyrir hádegi og lenti á öryggisgirðingu sem er á milli akreina.
Engar skemmdir urðu á bílum og enginn slasaðist sem má þakka girðingunni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvað hefði getað gerst ef kerran hefði lent á fullum hraða framan á bifreiðum sem komu úr gagnstæðri átt.
VF-myndi/Þorgils Jónsson