Keravafarar hreinsuðu Fitjarnar
Fjórtán ungmenni á vegum Reykjanesbæjar fara um helgina til Kerava í Finnlandi þar sem þau taka þátt í vinabæjamóti í frjálsum íþróttum. Unglingarnir sem eru 15 og 16 ára voru valdir eftir úrtökumót sem fram fór á vegum grunnskólanna í Reykjanesbæ.
Vinabæirnir sem taka þátt í mótinu eru auk Kerava og Reykjanesbæjar, Hjörring í Danmörku, Trollhattan í Svíþjóð og Kristiansand í Noregi. Mótið er haldið árlega og hefur það verið gert síðan 1973. Í fyrra var keppt hér í sundi og þá sigraði lið Reykjanesbæjar, en keppt er um veglegan farandbikar.
Unglingunum stendur til boða að taka að sér hreinsunarverkefni í staðinn fyrir að greiða hluta af kostnaði. Tómas Knútsson hjá Blá hernum hefur verið mjög liðlegur við að útvega verkefni og hefur styrkt unglingana með góðu framlagi.Unglingarnir tóku áskorun Bláa hersins og í tvígang var farið að hreinsa á Fitjunum, við Stekkjarkot og Íslending
Alls hreinsuðust um 600 kíló af plastrusli og öðru drasli og kom megnið frá nærliggjandi byggingasvæðum.Tómas Knútsson vill þakka unglingunum fyrir vasklega framgöngu og óskar þeim góðs gengis á mótinu í Kerava.
Vinabæirnir sem taka þátt í mótinu eru auk Kerava og Reykjanesbæjar, Hjörring í Danmörku, Trollhattan í Svíþjóð og Kristiansand í Noregi. Mótið er haldið árlega og hefur það verið gert síðan 1973. Í fyrra var keppt hér í sundi og þá sigraði lið Reykjanesbæjar, en keppt er um veglegan farandbikar.
Unglingunum stendur til boða að taka að sér hreinsunarverkefni í staðinn fyrir að greiða hluta af kostnaði. Tómas Knútsson hjá Blá hernum hefur verið mjög liðlegur við að útvega verkefni og hefur styrkt unglingana með góðu framlagi.Unglingarnir tóku áskorun Bláa hersins og í tvígang var farið að hreinsa á Fitjunum, við Stekkjarkot og Íslending
Alls hreinsuðust um 600 kíló af plastrusli og öðru drasli og kom megnið frá nærliggjandi byggingasvæðum.Tómas Knútsson vill þakka unglingunum fyrir vasklega framgöngu og óskar þeim góðs gengis á mótinu í Kerava.