Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keppt um Ragnarselsbikarinn í Sandgerði
Laugardagur 13. september 2008 kl. 16:24

Keppt um Ragnarselsbikarinn í Sandgerði

Ragnarselsbikarinn-árlegt styrktarmót Þroskahjálpar á Suðurnesjum verður haldið á golfvelli Sandgerðinga sunnudaginn 14.september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Punktamót með forgjöf, karla og kvennaflokkur; hámarksforgjöf 24 í karlaflokki og 28 í kvennaflokki.

Vegleg verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum með forgjöf.


Keppt er um Ragnarselsbikarinn, farandbikar, fyrir flesta punkta í mótinu.

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.

Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 8/17 braut vallarins.

Sérstök verðlaun fyrir næstur holu eftir 2 högg á braut 7/16.

Dregið úr skorkortum við mótsslit.


Þáttökugjald 3500 kr

Velunnarar mótsins eru:
Golfklúbbur Sandgerðis
Norðurál-Helguvík
Landsbankinn
Sparisjóðurinn í Keflavík