Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Keppt í möndluhráka og öðrum óhefðbundnum íþróttum í Heiðarleikum
Þriðjudagur 7. júní 2005 kl. 14:52

Keppt í möndluhráka og öðrum óhefðbundnum íþróttum í Heiðarleikum

Hinir árlegu Heiðarleikar voru í morgun og þar mættu nemendur til leiks og kepptu í óhefðbundnum íþróttagreinum. Má þar nefna, bókahlaup, möndluhráka, boltasöfnun, pedalahlaup, stígvélakast, húllakeppni, negla í spýtu, púsl og svifdiskakast.

Að leikunum loknum var svo farið í skrúðgöngu um skólasvæðið en ákveðið var að stytta gönguna nokkuð sökum veðurs. Það var því gengið um sali skólans, tekinn hringur um skólann og safnað liði í gönguna.

Bræðralag ríkti á svæðinu enda er sú stefna tekin á þessari hátíð að hafa hópana blandaða og því vinna eldri bekkirnir með þeim sem yngri eru.

Þemað sem nemendur Heiðarskóla unnu eftir var land. Hver hópur vann að því að útbúa sitt eigið land. Það er að mörgu að gæta þegar unnið er að stofnun lands. Aðalmálið var að finna nafn og sjá mátti að börnin voru ekki í vandræðum með það. Nöfnin voru jafn skrautleg og þau voru mörg tildæmis Nammiland, Grjótaland, Laufey, Blómaland og Jöklaland.

Ungmennin vissu allt um sitt land og var Grjótalandið meðal annars staðsett undan strönd Spánar. Þar er stranglega bannað að tyrfa nema með leyfi annars fer viðkomandi í steininn.

Á Heiðarleikunum sjálfum báru krakkarnir úr 3. GH sigur úr bítum á yngsta stigi. Bekkurinn 5. MÓ vann miðstigið og 9. GH elsta stigið.

Að leikunum loknum og dansatriði í sal og var svo grillað ofan í allan skarann.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024