Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keppendur streyma að
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 15:41

Keppendur streyma að

Hestaáhugamenn víðs vegar af landinu eru þegar byrjaðir að streyma að Mángrund til þess að undirbúa þátttöku sína í Íslandsmótinu í hestaíþróttum um helgina. Nú í dag hitti blaðamaður Víkurfrétta á Björn Jónsson frá Vatnsleysu í Skagafirði er hann var nýkominn í bæinn. Björn mun keppa á hesti sínum Lydíu í tölti á laugardaginn. Hann og Lydía voru í 1. sæti í tölti á Landsmótinu á Hellu fyrir skemmstu og því í topp formi um þessar mundir. Björn fær að notast við aðstöðuna hjá Sveinbirni Bragasyni, sem er öll hin glæsilegasta, á meðan á mótinu stendur.

Í nógu var að snúast á Mánagrund um miðbik dagsins í dag og óhætt að segja að mikil eftirvænting sé eftir mótinu um helgina.

VF-mynd/Jón Björn Ólafsson; á myndinni eru til vinstri, Bergur Gunnarsson og Erla, Björn Jónsson og Lydía fyrir miðju og til hægri eru Hörður Óli Sæmundarson og Hákon

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024