Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. mars 2002 kl. 23:03

Kennslustund í krufningu!

Meðal þess sem nemendur í raungreinaáföngum gera í kennslustundum er að gera verklegar æfingar. Nemendur í Líffræði 103 við Fjölbrautaskóla Suðurnesja gerðu á dögunum eina slíka undir stjórn Guðlaugar Pálsdóttur, líffræðikennara.Verkefnið var að kryfja svín og var ein niðurstaða nemendanna að "innri maður svínsins" væri ekki ólíkur mannskepnunni. Hér má sjá nokkrar myndir úr kennslustundinni.



LÍF-103 Líffræði
Áfangalýsing: Lífeðlisfræði

Í áfanganum er farið í líkamsstarfsemi dýra og plantna. Fjallað er um fæðunám, meltingu, öndun, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðaflutning, hreyfingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líffærakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik. Nemendur skulu kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, s.s. með notkun upplýsinga- og samskiptatækni og verklegum æfingum.

Myndirnar eru af vefsíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja, www.fss.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024