Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennslufulltrúi nýbúa verði ráðinn
Þriðjudagur 25. september 2007 kl. 14:22

Kennslufulltrúi nýbúa verði ráðinn

Lagt er til í Fræðsluráði Reykjanesbæjar að ráða sem fyrst sérstakan kennslufulltrúa nýbúa. Myndi hann m.a. huga að tengingu nýbúa við íþróttafélög og efla félagslega þætti. Þá er rætt um að efla stuðning við nýbúafjölskyldur t.d. með íslenskum stuðningsfjölskyldum. Þetta er á m.a. þess sem rætt var á fundi Fræðsluráðs í morgun.

Í stjórnsýslu Reykjanesbæjar hafa málefni innflytjenda nokkuð verið til umræðu undanfarið. Um það bil 130 börn af erlendu bergi brotin eru nú í grunnskólum Reykjanesbæjar og hefur fjölgað ört á síðustu misserum. Af þessum fjölda eru 43 börn nýkomin til landsins. Í dag eru yfir 60 börn í Fjölþjóðadeild Myllubakkaskóla og stendur fyrir dyrum að bæta við kennslustofu til að mæta þörfinni en fram hefur komið í bæjarmálaumræðunni að deildina hefur skort bæði stærra húsnæði og fleira starfsfólk.

Nánar verður fjallað um Fjölþjóðadeildina í næsta tölublaði Víkurfrétta


Mynd: Frá kennslustund í Fjölþjóðadeild Myllubakkaskóla. Yfir 60 börn af 20 þjóðernum sækja nám í Fjölþjóðadeildinni.  VF-mynd: elg




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024