Mánudagur 6. desember 2004 kl. 17:31
Kennarasamningurinn samþykktur
Kennarar samþykktu kjarasamninginn við launanefnd sveitarfélaga, sem var undirritaður á dögunum með 51% atkvæða. 36,4% kennara voru á móti, en auðir og ógildir seðlar voru 12,4%.
Samkvæmt tölum af ki.is var kosningaþátttaka nær 92% af 4912 kennurum.