VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Kennarasamningur kostar 70 milljóna króna aukaútgjöld fyrir Suðurnesjabæ
Fimmtudagur 27. mars 2025 kl. 06:30

Kennarasamningur kostar 70 milljóna króna aukaútgjöld fyrir Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði bæjarins að vinna tillögur til bæjarráðs um aðgerðir til að mæta útgjaldaauka umfram fjárhagsáætlun að fjárhæð um 70 mkr., sem eru áhrif af kjarasamningunum sem gerður var við kennara á dögunum. Minnisblað frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra um fjárhagsleg áhrif af kjarasamningum sveitarfélaga við KÍ var tekið fyrir á fundinum.

Því er beint til stjórnsýslu- og fjármálasviðs að eiga um það verkefni náið samstarf við önnur svið, mannauðsstjóra og bæjarstjóra. Mikilvægt er að tillögur berist til bæjarráðs hið allra fyrsta.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25