Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar ræða málin í 88-Húsinu
Mánudagur 20. september 2004 kl. 13:38

Kennarar ræða málin í 88-Húsinu

Kennarar af Suðurnesjum komu saman í verkfallsmiðstöð sinni í 88-Húsinu í morgun.

Þar munu kennarar hittast á meðan verkfallinu stendur og ræða stöðuna en í morgun var farið yfir stöðuna í kjaraviðræðunum.

Hljóðið í kennurum er ekki nógu gott þar sem fæst virðist benda til að deilan leysist á næstunni. Sáttatilboð kennarasambandsins sem átti að gilda út skólaárið var lagt fram í gær, en samningarnefnd Launanefndar sveitarfélaganna var ekki tilbúið að ganga að því.

Næsti sáttafundur hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudaginn, en þangað til vinna báðir aðilar í sitthvoru lagi við að finna lausn á kjaradeilunni.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Stutt var í brosið hjá kennurum þrátt fyrir að lítið miði í samkomulagsátt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024