Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kennarar í Grindavík krefjast betri aðstöðu
Þriðjudagur 31. maí 2005 kl. 18:55

Kennarar í Grindavík krefjast betri aðstöðu

Kennarafundur við Grunnskóla Grindavíkur sem haldinn var þann 26. maí sl. skorar á bæjaryfirvöld í Grindavík að bregðast við þeim mikla vanda sem skólinn er kominn í varðandi húsnæði og aðstöðuleysi. Vandinn er m.a. til kominn vegna mikillar fjölgunar nemenda í skólanum á yfirstandandi skólaári.

Í yfirlýsingu fundarins segir að bekkjardeildir skólans séu þegar orðnar of fjölmennar í sumum árgöngum og því sé nauðsynlegt, nemendanna vegna að skipta þeim í fleiri bekkjardeildir svo þeir fái kennslu við hæfi.

Á skólaárinu sem er að ljúka hefur einnig verið mikil fjölgun á nemendum sem þurfa á sértækri aðstoð að halda í náminu. Í yfirlýsingunni segir að bregðast þurfi skjótt við þessum vanda með auknum stuðningi, stærra húsnæði og fleira starfsfólki svo hægt verði að sinna skólastarfi í samræmi við það sem grunnskólalög kveða á um.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024