Kennarar í F.S. óánægðir með launin
Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja krefjast tafarlausrar leiðréttingar á launamun kennara og sambærilegra stétta í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í ályktun sem Kennarafélag F.S. sendi frá sér í lok síðustu viku.Kennarar skora einnig á samninganefnd ríkisins, fjármálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið að starfa með samninganefnd framhaldsskólakennara að endurskilgreiningu þess starfs sem kennarar í framhaldsskólum inna af hendi.„Við hvetjum þessa aðila til að vinna af heilum hug að kjarasamningum sem endurspegla þær grunnbreytingar sem hafa orðið á hlutverki framhaldsskólakennara og þær auknu kröfur sem verið er að gera til starfs þeirra, bæði vegna breytinga á aðalnámskrá og vegna mikillar tæknivæðingar skóla“, segir meðal annars í ályktun fundarins.