Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar fjölmenntu til kirkju
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 10:40

Kennarar fjölmenntu til kirkju

Kennarar í Reykjanesbæ fjölmenntu í Keflavíkurkirkju í morgun til bænastundar og til að leita sér áfallahjálpar, svo vitnað sé til kennara sjálfra. Séra Sigfús B. Ingvason flutti tölu og fór með bæn og ræddi það ástand sem nú ríkir hjá kennurum. Þá var kennurum boðið að tendra ljós á kertum, sem tákn um hljóða bæn. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Keflavíkurkirkju í morgun.

VF-myndir: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024