Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar elduðu úti
Mánudagur 19. ágúst 2013 kl. 09:18

Kennarar elduðu úti

Þessa dagana eru kennarar í grunnskólum Reykjanesbæjar að undirbúa komu nemenda en skólasetning verður 22. ágúst í skólum bæjarins.

Þessa undirbúningsdaga fara kennarar á námskeið og eitt slíkt var haldið í Akurskóla í vikunni. Um 20 starfsmenn fóru á námskeið í útieldun og var útikennslustofa Akurskóla, Narfakotsseyla, notuð. Kennararnir útbjuggu laxaforrétt, fisk og grænmeti, brauð, köku og eplaeftirrétt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiðbeinandi var Guðmundur Finnbogason og má með sanni segja að námskeiðið hafi verið vel heppnað og allt sem eldað var bragðaðist mjög vel.