Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kennarar búnir að stilla saman strengi sína
Mánudagur 26. ágúst 2002 kl. 10:38

Kennarar búnir að stilla saman strengi sína

Kennarar í grunnskólum á Suðurnesjum eru búnir að stilla saman strengi sína fyrir skólaárið sem var að hefjast í morgun. Þann 21. ágúst var haldinn samráðsfundur kennara á þjónustusvæði Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar þ.e. úr Reykjanesbæ, Sandgerði Garði og Vogum.
Fundurinn var haldinn í Heiðarskóla og sóttu hann hartnær 200 kennarar.
Aðalfyrirlesari var Jón Baldvin Hannesson sem kallaði erindi sitt: Betri skóli - betra samfélag. Mjög góður rómur var gerður að framlagi hans. Að fyrirlestri hans loknum var kennarahópnum skipt upp í vinnuhópa sem fjölluðu bæði um erindi Jóns og samstarf kennara og skóla.

Myndin var tekin á fundinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024