Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kenna mismunandi móðurmál nemenda
Þriðjudagur 3. nóvember 2015 kl. 09:21

Kenna mismunandi móðurmál nemenda

Unnið hefur verið eftir fjölmenningarstefnu í skólum Reykjanesbæjar frá árinu 2004. Hópur fulltrúa allra sviða Reykjanesbæjar endurskoðar nú stefnuna. Fræðslustjóri Reykjanesbæjar fór yfir stöðu mála á síðasta fundi fræðsluráðs.

Hópur kennara sem kenna nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum, hittist reglulega í vetur, til að ræða starfið. Mikilvægt er að koma á samráði leikskólakennara á sama hátt, segir í fundargerð fræðsluráðs. Þar segir einnig að upplýsa þarf um reglur um túlkaþjónustu í leik- og grunnskólum og ramma þarf inn samstarf við foreldra barna í grunn- og leikskólum.

Fræðsluráð fagnar því að tveir einstaklingar ætla að setja upp kennsluhópa til að kenna mismunandi móðurmál nemenda. Nú þegar eru nokkrir kennarar tilbúnir og geta þeir kennt sjö tungumál.

Fræðsluráð fagnar verkefninu Heilahristingur hjá Rauða krossinum. Verkefnið felst í aðstoð við heimanám og fer fram á Bókasafni Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024