KEMUR Í BAKIÐ Á SUÐURNESJAMÖNNUM
Halldór Blöndal, samgönguráðherra sendir Suðurnesjamönnum kaldar vega-kveðjur - Hjálmar Árnason, þingmaður:Ég tel að ráðherra sé að koma í bakið á okkur Suðurnesjamönnum og Sunnlendingum með þessari úthlutun bæði hvað varðar Suðurstrandarveg og Reykjanesbraut“, sagði Hjálmar Árnason, þingmaður (B) í samtali við blaðið í gær vegna úthlutunar á viðbótar fé upp á 2 milljarða til vegaframkvæmda. Í þeirri áætlun eru Reykjanes og Reykjavík einu kjördæmin sem fá ekki krónu. Hundruðum milljóna eru áætlar til kjördæma um allt land, sem aðallega eru ætlaðar í jarðgöng.„Forsenda fyrir tengingu Suðurlands og Suðurnesja í nýju kjördæmi er með svokölluðum Suðurstrandarvegi. Þess vegna er þetta óskiljanlegt í ljósi þess að þessi viðbót er vegna breytinga á kjördæmaskipan. Þá tel ég það forgangsverkefni að hraðað verði framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautar. Hvergi eru alvarlegri bílslys en þar og þetta er heldur ekki bara vegur fyrir okkur Suðurnesjamenn, heldur fyrir þjóðina alla. Ég tel það út í hött að vera ræða jarðgöng á meðan slysahætta er svona há sem raun ber vitni á Reykjanesbraut.Á árunum 1992 til 1998 urðu á Reykjanesbraut 197 umferðaróhöpp, þar af 33 alvarleg. Í þessum tilvikum áttu 280 bílar hlut að máli. Á árunum 1987 til 1996 urðu tíu banaslys. Fjallað er um málefni Reykjanesbrautar og birt viðtöl við Suðurnesjamenn sem lent hafa í alvarlegum slysum á Reykjanesbrautinni í nýju tímariti Víkurfrétta á morgun.