Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kemst tankurinn alla leið í kvöld?
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 14:33

Kemst tankurinn alla leið í kvöld?


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menn ráða nú ráðum sínum hvaða leið verði notuð til að koma risastórum mjöltanki frá Grindavík til Helguvíkur. Tankurinn valt af flutningavagni í gærkvöldi þegar ferðalagið var nýhafið. Þegar tankurinn liggur á hliðinni er hann 12 metra hár og 27 metra langur. Það er því engu líkara en verið sé að flytja 3 hæða hús. Þá er farmurinn um 90 tonn að þyngd.


Meðal hugmynda sem komið hafa fram er að brenna tankinn í sundur og flytja hann í tvennu lagi til Helguvíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum á að gera aðra tilraun í kvöld til að koma þessu risastóra mannvirki á milli bæjarfélaga.


Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson