Keilissvæðið hýsi rannsóknarstofu á heimsmælikvarða
Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að í háskólaþorpi Keilis á Keflavíkurflugvelli verði reist rannsóknarstofa á heimsmælikvarða á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Yrði þá um að ræða útibú frá rannsóknarstofu Bandaríkjanna á þessu sviði, NREL (National Renewable Energy Laboratory), með fulltingi beggja ríkja.
Þessari hugmynd var varpað fram í kjölfar heimsóknar Alexanders Karsners, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna í háskólaþorpið á laugardaginn en MBL greinir frá þessu í dag. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, kom fram með hugmyndina og sér hann fyrir sér að allir íslensku háskólarnir sameinist í aðkomu að slíkri alþjóðlegri rannsóknarstofu um endunýjanlega orku.
Mynd/