Keilir vill stúdentagarða á Ásbrú
Keilir hefur lagt inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar vegna Keilisgarða við Grænásbraut 913 á Ásbrú um hvort heimilt sé að skipuleggja umrædda lóð fyrir stúdentagarða.
	Lóðin er samkvæmt aðalskipulagi miðsvæði þar sem heimilt er að reka stúdentagarða. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að heimila vinnu að tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				