Keilir styrkir Krabbameinsfélagið
Í tilefni af mottumars þá afhenti Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík, Krabbameinsfélagi Suðurnesja styrk að upphæð 150 þúsund krónur. Styrkurinn var veittur í tilefni þess að Jakob Kristjánsson einn af stofnfélögum klúbbsins fagnar 80 ára afmæli sínu í næsta mánuði. Þrátt fyrir aldurinn lætur Jakob ekki deigan síga og hefur undanfarin ár verið með 100% mætingu á fundi klúbbsins. Keilir var stofnaður 1970.
Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað í nóvember 1953 og fagnaði sextíu ára afmæli í haust. Félagið er með aðsetur að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ og þar er veitt ráðgjöf, hægt að fá bæklinga og annað fræðsluefni. Um 700 félagamenn eru í félaginu. Félagið býður upp á dagskrá í vetur fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hægt er að nálgast allar upplýsingar á vef félagsins, www.krabb.is/sudurnes