Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir styrkir Krabbameinsfélagið
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ragnar Örn Pétursson ritari Keilis, Jón Ragnar Reynisson forseti Keilis, Guðmundur Björnsson formaður Krabbameinsfélagsins, Sigrún Ólafsdóttir starfsmaður félagsins, Jakob Kristjánsson heiðursfélagi Keilis og Jóhannes Si
Þriðjudagur 11. mars 2014 kl. 09:00

Keilir styrkir Krabbameinsfélagið

Í tilefni af mottumars þá afhenti Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík, Krabbameinsfélagi Suðurnesja styrk  að upphæð 150 þúsund krónur. Styrkurinn var  veittur í tilefni þess að Jakob Kristjánsson einn af stofnfélögum klúbbsins fagnar 80 ára afmæli sínu í næsta mánuði. Þrátt fyrir aldurinn lætur Jakob ekki deigan síga og hefur undanfarin ár verið með 100% mætingu á fundi klúbbsins. Keilir var stofnaður 1970.

Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað í nóvember 1953 og fagnaði sextíu ára afmæli í haust.  Félagið er með aðsetur að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ og þar er veitt ráðgjöf, hægt að fá bæklinga og annað fræðsluefni. Um 700 félagamenn eru í félaginu. Félagið býður upp á dagskrá í vetur fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hægt er að nálgast allar upplýsingar á vef félagsins, www.krabb.is/sudurnes

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024