Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keilir og HS Veitur fyrstu vetniskúnnarnir á Fitjum
Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, segir stefnuna að fjölga umhverfisvænum bílum í fyrirtækinu en þessi er sá tólfti. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 21. júní 2018 kl. 11:31

Keilir og HS Veitur fyrstu vetniskúnnarnir á Fitjum

Ný afgreiðslustöð fyrir vetnisbifreiðar var opnuð á Fitjum í Njarðvík í síðustu viku. Fyrstu afgreiðslurnnar voru á nýjar bifreiðar í eigu Keilis á Ásbrú og HS veitna. Sjálfsafgreiðslustöðin er í eigu Orkunnar en sama dag opnaði fyrirtækið aðra í Reykjavík.

„Vetnisnotkun og -framleiðsla er lykill að sjálfbærni Íslands í orkumálum. Vetnið er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota Íslendinga samhliða rafbílavæðingu. Hér á landi eru gríðarleg tækifæri við raforkuframleiðslu til umbreytingar raforku í vetni og er landið því vel í stakk búið til þess að koma sér upp nægjanlegum birgðum til þess að knýja bílaflotann,“ segir m.a. í tilkynningu frá Orkunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arinbjörn Ólafsson hjá Keili var fyrstur til að „dæla“ úr nýju afgreiðslunni á Fitjum á vetnisbíl Keilis. Hann sagði kaup á vetnisbíl vera í takti við umhverfisstefnu fyrirtækisins en fyrir eru fleiri umhverfisvænir bílar í eigu Keilis, bæði rafmagns- og metanbíll.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, fyllti nýjasta vetnisbíl fyrirtækisins við opnunina á Fitjum. Hann sagði að þetta væri ellefti umhverfisvæni bíllinn hjá fyrirtækinu en stefnt væri að því að taka fleiri í notkun eins og hægt væri en HS veitur eru með um fimmtíu bíla í notkun.



Arnbjörn Ólafsson hjá Keili dældi á nýjan vetnisbíl fyrirtækisins. VF-myndir/pket.

Kúturinn í vetnisbíl Keilis.

Nýja vetnisdælan er á Fitjum í Njarðvík. Toyota vetnisbíllinn er fallegur.

Júlíus Jónsson frá HS Veitum og Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku en fyrirtækið hefur komið að verkefnum í tnengslum við umhverfisvæna bíla. Jón Björn starfaði hjá Reykjanesbæ sem atvinnumálaráðgjafi fyrir all mörgum árum síðan.