Keilir kaupir þrjár flugvélar til viðbótar
Á síðasta stjórnarfundi Keilis var samþykkt að heimila kaup á þremur flugvélum til viðbótar þeim tveimur sem þegar eru í notkun. Vélar þessar voru pantaðar fyrir ári og bíða tilbúnar í verkmsiðjunni í Austurríki. Um er að ræða vélar af gerðinni Diamond. Fyrir á Keilir tvær DA-20 vélar sem reynst af einstaklega vel í flugkennslunni. Nýju vélarnar eru tvær af gerðinni DA-40 eins hreyfils, fjögurra sæta vélar.
Athygli vekur stjórnborðið en í stað ógrynni mæla eru komnir tveir skjáir með sama hætti og tíðkast í nútíma þotum. Þá vekur athygli að vélarnar nota dísel og eru fyrir vikið óhemju sparneytnar og hagkvæmar í rekstri. Þriðja vélin er tveggja hreyfla DA-42. Einstök vél með fullkomnum tækjabúnaði og að auki með afísingarbúnað sem eykur verulega nýtinguna. Flugþol hennar er allt að 13 klst.
Vélunum verður flogið heim í byrjun maí. Þar með verður flugfloti Keilis kominn með fimm glænýjar kennsluvélar hinar fullkomnustu sinnar tegundar.