Keilir kaupir Flugskóla Helga Jónssonar
Aðeins tveir flugskólar eftir í landinu.
Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Helga Jónssonar, elsta flugskóla landsins. Í kjölfarið hefur verið stofnaður Flugklúbbur Helga Jónssonar og verður hann starfræktur í húsakynnum skólans á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá. Eru þá aðeins tveir skólar eftir í landinu með atvinnuflugmannsnám, Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands.